Með verkum handanna: íslenskur refilsaumur fyrri alda = Creative hands : Icelandic laid-and-couched embroideries of past centuries
Gespeichert in:
Bibliographische Detailangaben
Beteilige Person: Elsa E. Guðjónsson 1924-2010 (VerfasserIn)
Weitere beteiligte Personen: Lilja Árnadóttir 1954- (HerausgeberIn), Mörður Árnason 1953- (HerausgeberIn), Yates, Anna 1955- (ÜbersetzerIn)
Format: Buch
Sprache:Isländisch
Englisch
Veröffentlicht: Reykjavík Þjóðminjasafn Íslands 2023
Schriftenreihe:Rit Þjóðminjasafns Íslands nr. 58
Schlagwörter:
Abstract:Í verkinu eru lagðar fram áratugarannsóknir Elsu E. Guðjónsson textíl - og búningafræðings (1924-2010) á þeim fimmtán íslensku refilsaumsklæðum sem varðveist hafa. Í klæðunum er að finna einhver stórbrotnustu listaverk Íslendinga frá fyrri tímum og þau skipa sérstakan sess í alþjóðlegu samhengi. Elsa skrifar af nákvæmni og alúð um feril, myndefni, tækni og sögulegt og listrænt samhengi hvers klæðis. Rannsóknir hennar eru einstakar í sinni röð og bókin, sem prýdd er hundruðum ljósmynda, ber þeim fagurt vitni. Lilja Árnadóttir fyrrum sviðsstjóri á Þjóðminjasafni Íslands og samstarfskona Elsu til margra ára, lauk við verkið og bjó til prentunar. Sigrún Sigvaldadóttir hjá Hunangi hannaði bókina.
4.11.2023-5.5.2024, Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu: Dýrgripir íslenskrar listasögu á tímamótasýningu sem haldin er í tilefni af 160 ára afmæli Þjóðminjasafnsins. Öll fimmtán íslensku refilsaumsklæðin sem varðveist hafa verða á sýningunni. Níu klæði eru varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands en sex eru í eigu erlendra safna. Þau hafa verið fengin að láni fyrir sýninguna, eitt frá Louvre safninu í París, fjögur frá Nationalmuseet København og eitt frá Rijksmuseum Twente í Hollandi. Refilsaumsklæðin eru meðal merkustu listaverka fyrri alda og bera íslenskri kirkjulist fagurt vitni. Elstu klæðin eru frá því skömmu fyrir 1400 en hið yngsta frá árinu 1677. Sýningin er árangur og niðurstöður áratugarannsókna Elsu E. Guðjónsson (1924-2010) á refilsaumi. Elsa starfaði á Þjóðminjasafni Íslands í rúm 30 ár.
Beschreibung:Ávarp - Margrét Hallgrímsdóttir bls. 11-12 ; Útdráttur á ensku bls. 51-56 og í lok hvers kafla ; Myndaskrá bls. 395-397 ; Mannanöfn bls. 413-416.
Umfang:416 Seiten Illustrationen, Faksimiles, Diagramme
ISBN:9789979790648